Peaty´s Link lube

Peaty´s

  • 2.499 kr


Link Lube

Link lube hentar hvort sem það er þurrt eða blautt úti !

Þessi sérstaka blanda hreinsar keðjuna og losar um raka og óhreinindi og skiptir þeim út fyrir sérstaka blöndu af olíu og vaxi ( Peaty´s Secret sauce ) sem smyr og verndar keðjuna.

JÁ !! Þú last rétt Link Lube hreinsar keðjuna þegar þú notar það !

1. Byrjaðu alltaf á því að "degreasa" keðjuna áður en smurt er. ( Best er að nota Peaty´s Drive train Degreaser )

2. Vertu viss um að þú sért búinn að þrífa keðjuna vel. ( Degreaser er hannað til þess að hreinsa olíuna ) 

3. Þurrkaðu yfir keðjuna með hreinum klút.

4. Hristu flöskuna til þess að blanda " The Secret sauce " 

5. Settu Link lube á meðan þú snýrð drifrásinni.

6. Haltu áfram að snúa keðjunni í nokkrar sekúndur.

7. Þurrkaðu auka olíu af keðjunni með þurrum klút ( óþarfa olía á keðjunni getur dregið í sig ryk í þurru veðri )... Þessa 3 daga á ári á Íslandi

Í blautu veðri getur verið gott að skilja eftir smá af auka olíu á keðjunni.

Við fyrstu notkun á Link lube, á notuðum keðjum, getur verið að keðjan verði svört - það er Link lube að ýta út drullu úr keðjunni, haltu bara áfram að hjóla, smyrja, hreinsa og smyrja þangað til keðjan verður skínandi hrein aftur !

Varúð: Ekki setja Link Lube ( eða sambærilegar vörur ) á bremsupúða eða bremsudiska.

 

 


Við mælum einning með